top of page
forsida_edited.jpg

Veran í moldinni

Hugarheimur matarfíkils í leit að bata
Hvar er bókin fáanleg

Hvar er bókin fáanleg?

icelandic book Being in the Soil

Bókin er fáanleg í öllum helstu bókabúðum landsins svo sem hjá Eymundsson, Bóksölu stúdenta og Forlaginu. Einnig er hægt að senda höfundi skilaboð á Instagram (og fá bókina áritaða og senda heim gjaldfrjálst) eða panta beint af útgáfufyrirtækinu Sögur útgáfa.

Bókin er að auki aðgengileg á hljóðbókarformi á Storytel þar sem hún var valin besta óskáldaða hljóðbókin árið 2023. 

Um bókna

Um bókina

Af einstakri einlægni og ósérhlífni opnar knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen sig upp á gátt og segir hér frá átakanlegri baráttu sinni við matarfíkn, sem hún hefur glímt við um árabil meðfram því að stunda íþrótt sína af kappi hér heima og erlendis.

Lára hafði reynt að leita sér hjálpar víða en öll sund virtust lokuð hvert sem hún leit. Henni leið eins og hún dveldi ein neðanjarðar, í moldinni, myrkrið alltumlykjandi og engin undankomuleið. Umræðan um matarfíkn virtist ekki fyrirfinnast og úrræðin enn síður, ekki síst fyrir unga konu í íþróttum sem sjálf þurfti að yfirstíga skömmina og átta sig á rót vandans - fíkninni.

Með Verunni í moldinni ljær Lára baráttunni við matarfíkn mikilvæga og dýrmæta rödd. Lesendur skyggnast inn í hugarheim matarfíkils þar sem Lára skrifar í dagbókarformi um leit sína að bata, vöxtinn sem fylgdi í kjölfarið, föllin sem geta fylgt sjúkdómnum og hvernig unnt er að blómstra þrátt fyrir að glíma við fíknisjúkdóm.

Um höfundinn

um höfundinn
icelandic athlete Lára Pedersen

Lára Kristín Pedersen er fædd árið 1994 og er úr Mosfellsbæ. 

Samhliða því að einbeita sér að bataferli matarfíknar stundar Lára meistaranám í fíknifræðum við King's College London ásamt því að starfa sem knattspyrnukona hjá Club Brugge í Belgíu. Lára hefur einnig unnið sem ráðgjafi á geðdeild, sinnt kennslu á unglingastigi, keyrt leigubíl og unnið í málaflokki heimilislausra í Reykjavík.
Lára er einnig með menntun í matarfíkniráðgjöf frá INFACT skólanum. 

Veran í moldinni er hennar fyrsta bók.

Ummæli

Algjörlega mögnuð bók! Virkilega áhrifarík og einlæg frásögn sem er allt í senn átakanleg, sorgleg, falleg og hjartnæm. Lára afhjúpar sig á aðdáunarverðan hátt, sem mun án vafa hjálpa fólki í sömu sporum og öðrum sem ekki þekkja til við að skilja sjúkdóminn.

Ingileif Friðriksdóttir

Veran í moldinni er einstök bók. Höfundur er svo óþægilega heiðarlegur að maður lendir í því að horfast í augu við sjálfan sig í gegnum allan lesturinn.

Máni Pétursson

Einlæg, hrá, dimm, en líka falleg og upplýsandi. Virkilega vel skrifuð og lýsir átakanlegri baráttu knattspyrnukonu í fremstu röð við matarfíkn, sjúkdóm sem kerfið viðurkennir ekki.

Hulda G. Geirsdóttir

  • Instagram
bottom of page